Vatnsleikfiminámskeið eldri borgara slær í gegn

Vatnsleikfiminámskeið eldri borgara slær í gegn

Guðni Sighvatsson íþróttafræðingur hefur staðið fyrir vatnsleikfiminámskeiði fyrir eldri borgara undanfarin sjö ár og var engin breyting á því þetta árið. Námskeiðið í ár vakti mikla lukku sem fyrr og hefur mæting verið góð. 12-15 manns hafa mætt að jafnaði tvisvar í viku síðustu sjö vikur í sumar. Lokadagur námskeiðsins í ár var í dag, 12. ágúst, og var meðfylgjandi mynd tekin við það tilefni, á myndinni má sjá Guðna leiðbeinanda, hluta þátttakenda, ásamt Jóhanni Bjarnasyni sem mætti með harmonikkuna og tók nokkur vel valin lög í tilefni dagsins. Gert er ráð fyrir að áframhald verði á þessu námskeiði að ári enda gerður góður rómur að því.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?