Vefmælingar heimasíðu Rangárþings ytra fyrstu 6 mánuði ársins 2013

Gagnlegt er að rýna í heimsóknartölur á heimasíðunni en hún var sett í loftið með nýju sniði í byrjun mars 2012, fyrir rétt tæplega einu og hálfu ári síðan. Vefmælingar fyrir árið 2012 voru settar hér á síðuna í lok desember 2012 og má nálgast hér.

Nú liggur fyrir hvernig aðsóknin var á fyrri hluta ársins 2013 frá 1. janúar til 30. júní:

  • 5.863 stakir notendur(IP-tölur) hafa sótt síðuna á þessum sex mánuðum með 17.678 heimsóknum.
  • Að meðaltali er síðan heimsótt tæplega 100 sinnum á dag á þessu sama tímabili. (17.678/180 dagar = 98,2)
  • Fjölsóttasti dagurinn á þessu tímabili var 20. apríl en þann dag heimsóttu 760 manns síðuna. Draga má þá ályktun að það hafi verið vegna fréttar sem birtist deginum áður á síðunni. Sjá hér.
  • Forsíða og undirsíður hafa verið skoðaðar 61.786 sinnum á fyrri hluta ársins.
  • Hver heimsókn á síðuna varir í u.þ.b. 4 mínútur að meðaltali.
  • Efni sem mest er skoðað eru fréttir á forsíðu, fundargerðir, fræðslumál, Búkolla og um skipulags- og byggingarmál.
  • 30% af umferð kemur eftir að viðkomandi hefur farið fyrst á leitarvél(t.d. Google) og þaðan inn á síðuna.
  • 24% af umferð kemur þegar viðkomandi fer beint inn á síðuna(skrifar ry.is beint í vafrann t.d.)
  • 46% af umferð kemur frá öðrum rótum og er Facebook þar langstærst. Þetta kemur oftast til þegar notendur Facebook varpa fréttum og öðru efni inn á sínar síður sem aðrir smella á í kjölfarið.

Ánægjulegt er að sjá hvað heimasíðan er vel sótt og er það markmið sveitarfélagsins að sem flestir sjái sér hag í að nota hana. Ábendingar um hvað betur megi fara eru alltaf velkomnar með því að nota Hugmyndagáttina eða að senda skilaboð á ry@ry.is

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?