Veggspjöld um ferjuhald í Þjórsárholti afhent

Veggspjöld um ferjuhald í Þjórsárholti afhent

Veggspjöld um ferjuhald í Þjórsárholti í Gnúpverjahreppi verða formlega afhent Samgöngusafninu á Skógum þann 18. maí nk.. Það voru börn Elísabetar Jónsdóttur, frá Þjórsárholti, sem fóru af stað með þetta verkefni, sem nefnist Ferjumaðurinn, og fengu til þess styrk frá Menningarráði Suðurlands árið 2012. Lögferja var í Þjórsárholti allt til 1966 og áður en brú var byggð yfir Þjórsá var ferjan í Þjórsárholti ein aðalsamgönguleiðin milli uppsveita Árnes- og Rangárvallasýslna og upp á hálendið.

Afhending fer fram laugardaginn 18. maí, kl. 14:00 í Samgöngusafninu á Skógum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Jón Jónsson bónda í Þjórsárholti og Ólaf Bergsson á Skriðufelli sem heldur í hestana. Myndin er tekin árið 1927 af Guðmundu Jónsdóttur símadömu úr Reykjavík.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?