Vegna losunar á pappírstunnu við heimili 19. - 22. ágúst

Vegna losunar á pappírstunnu við heimili 19. - 22. ágúst

Gámaþjónustan mun ekki losa blátunnu við heimili í sveitarfélaginu í þetta skiptið, 19. - 22. ágúst samkvæmt sorpdagatali. Ástæðan er sú að ekki er aðstaða til losunar á pappa í tilheyrandi skemmu á þessum tíma vegna kjötsúpuhátíðarinnar á Hvolsvelli og er það samkvæmt skilmálum í leigusamningi á skemmunni. Blátunnan verður losuð í næstu ferð samkvæmt sorpdagatali dagana 2. - 5. september næstkomandi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?