Verkstjóri vinnuskóla

Verkstjóri vinnuskóla starfar undir sviðsstjóra eigna- og framkvæmdasviðs og samræmir störf flokkstjóra vinnuskólans.

Helstu verkefni:

  • Að halda utan um og skipuleggja verkefni vinnuskólans.
  • Samræma vinnu flokkstjóra og er tengiliður við foreldra.
  • Ber ábyrgð á tímaskráningum til launafulltrúa ásamt öðru sem snýr að rekstri vinnuskólans.

Hæfniskröfur

Æskilegt er að verkstjóri sé eldri en tvítugur, lausnamiðaður, skipulagður, ásamt því að hafa góða stjórnunarhæfileika. Einnig er mikilvægt að hann hafi bílpróf og með góða samskiptahæfni.

Rangárþing ytra hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um þetta starf.

Starfstími er fá miðjum maí og út ágúst.

Upplýsingar gefur Tómas Haukur Tómasson, tomas@ry.is eða í síma 8946655

Umsóknafrestur er til 9. apríl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?