Vetrarlokun þvottaplans við Ægissíðu

Nú á vordögum opnaði eftir 16 ára hlé þvottaplan við Ægissíðu sem öllum hefur verið frjálst að nota. Íbúar og gestir hafa verið á áberandi hreinum bílum í sumar og hefur aðstaðan greinilega nýst vel við bílaþvott.

Þvottaplaninu hefur nú verið lokað fyrir veturinn og mun það opna aftur þegar vorar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?