Vetrarstarf Félags eldri borgara Rangárvallasýslu

Vetrarstarf  Félags eldri borgara Rangárvallasýslu.

Boccia vetrarstarfið byrjaði fimmtudaginn 6. september 2018.
Verður á Hellu mánudaga og miðvikudaga kl: 11:00 -12:00
Verður á Hvolsvelli miðvikudaga kl: 8:30 – 9:30 og fimmtudaga kl: 9:00 – 10:00
Allir áhugasamir hvattir til að mæta.
Upplýsingar hjá Júlíusi P. Guðjónssyni Sími:663-7065

Hringur kór eldri borgara byrjaði vetrarstarfið mánudaginn 17. september 2018  í Menningarhúsinu á Hellu kl: 16:00 til 18:00 og verður þar áfram í vetur á sama tíma.
Nýjar raddir velkomnar.
Allar nánari upplýsingar veitir formaður Jón Ragnar Björnsson Sími:699-0055.

Spilin byrja fimmtudaginn 4. október 2018 í Litla salnum, Hvoli Hvolsvelli kl: 14:00 til 16:00. verða til skiptis á Hvolsvelli og Menningarsalnum á Hellu, síðasti spiladagur 13. desember 2018 á Hvolsvelli og byrja aftur í Menningarhúsinu á Hellu 10. janúar 2019

Ganga á Hellu verður í íþróttahúsinu á föstudögum kl: 11:00 – 12:00 og byrjar 5. október. 2018

Ganga á Hvolsvelli verður í íþróttahúsinu á þriðjudögum kl: 10:30 - 12:00 og byrjar 2. október 2018.                                                                                                                       
Einnig er frítt fyrir eldri borgara í tækin á Hvolsvelli kl: 10:00 -12:00 í miðri viku

Leikfimi á kaffisenunni í Hvolnum Hvolsvelli verður mánudaga og fimmtudaga kl: 10:00 og byrjar 1. október 2018.

Útskurður verður í smíðastofunni í Hvolsskóla föstudaga kl: 13.30 til 16:00 og byrjar 5. október 2018. 
Leiðbeinandi er Hjálmar Ólafsson. Gjald á önn er kr: 2.000,- fyrir félagsmenn en 4.000 fyrir utanfélagsmenn

Handverk verður í Menningarhúsinu á Hellu  þriðjudaga og miðvikudaga  kl: 13:00 – 16:00 og byrjar 25. september 2018. Leiðbeinendur eru Brynja Bergsveinsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Gjald á önn kr: 2.000,- fyrir félagsmenn en 4.000 fyrir utanfélagsmenn.

Kynning verður á handverki og útskurði í Menningarhúsinu á Hellu þriðjudaginn 18. september 2018 kl: 13:00 – 15:00. Allir leiðbeinendur koma á kynningarfundinn.

Rangæingar 60 ára og eldri komið og kynnið ykkur starfið hjá eldri borgurum og gangið í félagið, alltaf þörf fyrir nýja félaga.

Eigum saman gott starf í vetur og njótum samverunnar.

Geymið auglýsinguna

Stjórnin

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?