Viðbrögð komi til verkfalls

Verkföll hjá starfsfólki innan Félags opinberra starfsmanna, FOSS, hefjast í næstu viku ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Þeir dagar sem búið er að boða verkfall eru 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl. Náist ekki samningar verður svo ótímabundið verkfall frá og með 15. apríl.

Hjá sveitarfélaginu Rangárþingi ytra mun mögulegt verkfall hafa veruleg áhrif á starfsemina.

Foreldrar/forráðamenn leikskóla- og grunnskólabarna hafa þegar fengið tilkynningar um vistunar- og kennslutíma barna þeirra komi til verkfalls.

Skóladagheimilið verður lokað.

Starfsemi Íþróttamiðstöðvar verður skert og sundlaugar verða lokaðar.

Starfsemi þjónustumiðstöðvar verður skert en forgangsmálum eins og snjómokstri verður þó sinnt eins og kostur er.

Starfsemi á skrifstofu og afgreiðslu sveitarfélagsins verður skert en svarað verður í síma og afgreiðsla opin milli kl. 10-12 og 13-15.

Ofangreint verður endurskoðað reglulega og þá upplýst strax og einhverjar breytingar verða.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?