Vigdísi til heiðurs

Í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti voru gróðursett þrjú birkitré í trjálundinn góða við Nes á Hellu. Það voru krakkarnir af Heklukoti sem sáu um verkið en til aðstoðar voru þeir Jón Ragnar Örlygsson formaður Skógræktarfélags Rangæinga og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri. Í anda Vigdísar voru gróðursett þrjú tré, eitt fyrir stúlkur, annað fyrir drengi og það þriðja fyrir hin ófæddu börn framtíðarinnar. Lundurinn við Nes er frábært útivistarsvæði og vinsælt af leikskólabörnum sem öðrum íbúum að koma þar við.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?