Vindlundur á Þjórsár-Tungnaár svæðinu ofan við Búrfell
Landsvirkjun kynnir áform um uppbyggingu vindmylla ofan við Búrfell. Svæðið er um 34 km2 að flatarmáli og hefur fengið nafnið Búrfellslundur. Stefnt er að því að reisa nægilega margar vindmyllur til að ná allt að 200 MW orkuvinnslu (til samanburðar er Búrfellsvirkjun 270MW).
Gert er ráð fyrir vindmyllum með 2,5-3,5 MW aflgetu þar sem mastur hverrar vindmyllu yrði allt að 80 m hátt og þvermál spaða um 110 m.
Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt 1. viðauka laga nr. 106/2000 m.s.br. um mat á umhverfisáhrifum. Matsvinnan er hafin og eru drög að tillögu að matsáætlun til kynningar á heimasíðum Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is, og Mannvits, www.mannvit.is.
Öllum gefst kostur á að kynna sér drög að tillögu að matsáætlun á framangreindum vefsíðum og setja fram athugasemdir fram til föstudagsins 13. júní 2014. Í endanlegri tillögu að matsáætlun verður gerð grein fyrir þeim ábendingum og athugasemdum sem kunna að berast. Hægt er að senda athugasemdir bréfleiðis á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið haukur@mannvit.is.

Margrét Arnardóttir
Verkefnastjóri vindorku
margret.arnardottir@landsvirkjun.is
 
Landsvirkjun 515-9000 

Við höfum einnig áformað að kynna áform varðandi Búrfellslund og rannsóknarvindmyllurnar með því að bjóða almenningi á Hafið alla laugardaga í sumar líkt og við gerðum síðasta sumar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?