Svona litu vindmyllurnar út með rauðri lýsingu í ljósakiptunum í ágúst.
Svona litu vindmyllurnar út með rauðri lýsingu í ljósakiptunum í ágúst.

Byggðarráð Rangárþings ytra tók nýlega fyrir beiðni Qair og Háblæs um heimild til að vindmyllurnar í Þykkvabæ verði lýstar upp á tyllidögum í samráði við íbúa.

Í beiðninni kemur fram að íbúar hafi lýst yfir miklum áhuga á slíku á íbúafundi sem haldinn var í Þykkvabæ í sumar.

Gerð var tilraun með þetta í kringum Töðugjöldin þar sem vindmyllurnar voru lýstar upp með rauðu ljósi.

Byggðarráð tekur jákvætt í hugmyndina en beinir því til íbúa að senda inn athugasemdir fyrir 7. nóvember nk. hafi þeir eitthvað um hugmyndina að segja.

Athugasemdir sendist á netfangið ry@ry.is merktar „Vindmyllur - lýsing“.