Vinnusýning Hugverks í heimabyggð opnar 19. júlí á Hellu

Vinnusýning félagsmanna Hugverk Í Heimabyggð - Menningarfélag í Rangárvallasýslu verður í Menningarsalnum Dynskálum 16 á Hellu.Opnað verður formlega 19.júlí nk. og opið 16:00 - 20:00.

Hægt er að fylgjast með á Facebook síðu félagsins hvaða daga í júlí verður opið.

Fjölbreytt úrval af hug og handverki verður til sýnis og sölu. Höfundar verka verða á staðnum og gefa fólki innsýn í vinnubrögð sín eftir atkvikum. Félagsmenn munu einnig vera með óvæntar uppákomur.

Það er öllum heimilt að ganga í félagið óháð búsetu og eina skilyrði er að vera í félaginu til að taka þátt í vinnusýningunni. Félagsgjald/árgjald er 1.500 kr.Bankanúmer:0182-15-380538 kt 4606140740

Allir velkomnir á sýninguna og kaffi verður á könnunni. Hugverk Í Heimabyggð Menningarfélag í Rangárvallasýslu.

Ef einhverjar spurningar eru endilega hafið samband við Sigurð í s:8490007 eða Guðfinnu í s: 6990135.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?