Virðum tilmæli almannavarna

Eins og fram hefur komið í fréttum er búist við austan ofsaveðri í dag og fram á morgundag á öllu landinu með snjókomu og byl. Mikill vindhraði er í kortunum. Veðrið skellur fyrst á Suðurlandi og er ekki ráðlegt að vera á ferðinni þar eftir klukkan 12:00 á hádegi. Á öðrum stöðum á landinu og þar með talið á höfuðborgarsvæðinu er ráðlegt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan 17:00. Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á landinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hefur verið ákveðið að loka þjóðvegi 1 frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni fyrir allri umferð klukkan 12:00 á hádegi. Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði verða að öllum líkindum lokað klukkan 16:00 ef veðurspá gengur eftir og fleiri leiðir í framhaldinu, en frekari upplýsingar verða birtar á vefsíðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is og í upplýsingasíma 1777 og 1779. Við viljum ítreka að ekkert ferðaveður verður á morgun ef spár ganga eftir og fylgist því vel með veðri og færð.
Talið er að snjóflóðahætta muni aukast hratt samfara veðrinu en mikil úrkoma fylgir veðrinu í formi snjókomu sérstaklega á Norðurlandi og Austurlandi, frekari upplýsingar á vefsíðu Veðurstofunnar http://www.vedur.is/ofanflod/snjoflodaspa/.
English
As we posted earlier today we are expecting blizzard and bad weather tomorrow and travel advisory is in effect. According to the weather forecast there will be hurricane force winds through out the country tomorrow afternoon and no weather for travelling. The storm will hít southern Iceland first and we recommend that people there avoid travelling from 12 o'clock noon. The Ringroad no 1 will be closed at 12:00 from the river Markarfljót in the west to the east (among to the glacial lagoon Jökulsárlón) People in other parts of the country, including the Capital area, should avoid travelling from 17:00 tomorrow.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?