Vorhátið Leikskólans á Laugalandi - Myndir

Vorhátíð og útskrift elstu nemenda var haldin 31. maí.   Í upphafi hátíðar var tónlistaratirði elstu barna undir stjórn Maríönnu Másdóttur tónlistarkennara, en elstu börnin fá tónlistarkennslu  í leikskólanum einu sinni í viku í samvinnu við Tónlistarskóla Rangæinga.  Þegar þeirra atriði lauk fengu þau afhent viðurkenningarskjöl frá Tónlistarskólanum. 

Á eftir elstu börnunum komu síðan aðrir hópar upp á svið og fluttu sín atriði af mikilli innlifun.  Þegar allir hópar höfðu flutt sín atriði á sviði var iPad verkefni elstu barna varpað upp á tjald.  Þau höfðu gert sögur og ævintýri í smáforritunu „Puppet Pals“.  Sögur sem þau léku og ævintýri þar sem þau voru sjálf aðalpersónur.  Þá var komið að sjálfri útskriftinni en að þessu sinni ljúka 7 nemendur námi á þessu skólastigi.  Þau fengu afhent útkriftarskjal, ferilmöppu, CD disk með myndum og rós. 

Þegar formlegri útskrift var lokið kom fulltrúi foreldra útskirftarbarna upp og færði leikskólanum góðar gjafir og starfsfólki rósir.  Þá kom stór hluti barnanna uppá svið og sungu Eurovision lagið „Ég á líf“ af mikilli innlifun með gestum.  Hápunktur dagsins var síðan hoppukastali í íþróttasalnum og veitingar í boði foreldrafélagsins auk þess sem elstu börnin höfðu útbúið glæsilegar skúffukökur.  Á veggjum leikskóla og íþróttasals var glæsileg myndlistarsýning með sýnishornum af verkum barnnna sem þau hafa verið að vinna undanfarna mánuði.  Aldrei hafa fleiri gestir komið á Vorhátíð skólans og er það mjög ánægjuleg þróun.

Sjá myndir hér!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?