Vorhátíð leikskólans Heklukots og viðurkenning Heilsuskólans

Vorhátíð leikskólans Heklukots var haldin laugardaginn 25. maí 2013. Börnum, foreldrum og gestum var boðið upp á pylsur og ávaxtadrykki og tókst hátíðin vel. Einnig var Heklukoti veitt viðurkenning Heilsuskólans en unnið hefur verið að því um nokkurt skeið að ná þeim markmiðum sem þar eru sett, t.d. með heilsusamlegum matseðli og hollri hreyfingu. Sigríður Birna, fyrrverandi leikskólastjóri, var heiðursgestur en hún kom verkefninu á fót.


Pylsusala í fullum gangi - Mynd/Magnús H. Jóhannsson.


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Starfsmenn Heklukots ásamt Siggu Birnu og Drífu Hjartardóttur - Mynd/Magnús H. Jóhannsson.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?