Vortónleikar Kvennakórsins Ljósbrár ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur.

Eftir vel heppnaða utanlandsferð í vor urðum við Ljósbrárkonur heimakærar og er því lagavalið frekar þjóðlegt að þessu sinni.


Aðaláhersla okkar á þessum tónleikum er tileinkuð hinni dáðu söngkonu Ellý Vilhjálms. Ellý heillaði flesta með söng sínum og heillandi framkomu. Við fengum aðra dáða söngkonu til liðs við okkur en hún hefur heiðrað minningu Ellýar og sungið lög hennar eins og henni einni er lagið. Þessi söngkona er engin önnur en Guðrún Gunnarsdóttir og erum við Ljósbrárkonur upp með okkur að hafa fengið hana til liðs við okkur.
Guðmundur Eiríksson mun leiða okkur í söng líkt og áður ásamt því að spila undir á píanó. Smári Kristjánsson spilar á bassa, Rúnar Þór Guðmundsson á trommur, Guri Hilstad Olason, SIlvia Rossel og Aníta Þorgerður Tryggvadóttir á blásturshljóðfæri.

Vortónleikar Kvennakórsins Ljósbrár ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur.
Guðríðarkirkja Grafarholti fimmtudagskvöldið 27. apríl kl. 20:00
Hvoll, Hvolsvelli föstudagskvöldið 28. apríl kl. 20:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?