Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga

Aðalfundur Skógræktarfélags Rangæinga verður haldinn mánudaginn 15. apríl n.k. í Árhúsum á Hellu og hefst hann kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Viðurkenning veitt fyrir fallegan skógarreit í sýslunni. 3. Önnur mál. - Kaffihlé - 4. Fræðsluerindi:  Berjarunnar - ræktun og klippingar í umsjón  Kristins H. Þorsteinssonar, garðyrkjufræðings.
readMoreNews
Kjörskrá Rangárþings ytra vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013

Kjörskrá Rangárþings ytra vegna Alþingiskosninga 27. apríl 2013

Kjörskrá Rangárþings ytra vegna Alþingiskosninga laugardaginn 27. apríl 2013, mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Suðurlandsvegi 1-3, Hellu frá 17. apríl fram að kjördegi. Skrifstofan er opin frá kl. 9 – 15 mánudag til fimmtudags og frá kl. 9 – 13 föstudaga.
readMoreNews
Logi Geirsson með fyrirlestur um sjálfstraust og sjálfsaga

Logi Geirsson með fyrirlestur um sjálfstraust og sjálfsaga

Logi Geirsson handboltahetja verður með fyrirlestur um sjálfstraust og sjálfsaga í íþróttahúsinu á Hellu fimmtudaginn 11. apríl og hefst hann kl. 19.00.  Fyrirlesturinn er byggður upp á leiðum til að ná hámarks árangri jafnt í leik og starfi og er frábær skemmtun í bland við að veita áhorfandanum innblástur.
readMoreNews
Leikskólinn Heklukot auglýsir lausar stöður

Leikskólinn Heklukot auglýsir lausar stöður

Lausar eru stöður deildarstjóra og sérkennslustjóra við leikskólann Heklukot á Hellu sem er í Rangárþingi ytra. Heklukot er þriggja deilda leikskóli, með um 60 dvalarpláss fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Heklukot fékk Grænfánann afhentan sl. vor og er unnið að innleiðingu á heilsustefnunni í leikskólanum.
readMoreNews
Höfðingleg gjöf Ólafssjóðs

Höfðingleg gjöf Ólafssjóðs

Sunnudaginn 10. mars sl. var stjórn Ólafssjóðs og kvenfélögum þeim sem að honum standa boðið til kaffisamsætis á Lundi. Tilefnið var að þakka fyrir þá höfðinglegu gjöf sem þessi félög færðu Lundi en það er standlyftari að verðmæti rúmlega 700.000.- kr. Á myndinni er hjúkrunarforstjóri Lundar með gefendum.
readMoreNews
Frá Gámaþjónustunni um sorplosun

Frá Gámaþjónustunni um sorplosun

Eftirfarandi upplýsingar bárust frá Gámaþjónustunni í dag vegna sorplosunar um páskana: "Það urðu smá breytingar á sorphirðu nú um Páskana, það sem var merkt á dagatalinu gult á laugardaginn var ekki tekið þá heldur erum við að vinna á því svæði núna. Við erum samkvæmt áætlun á Hellu núna."
readMoreNews
Kynningarfundir um starfsemi SASS og næstu styrkúthlutun

Kynningarfundir um starfsemi SASS og næstu styrkúthlutun

SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga kynnir starfsemi sína á fundum á Suðurlandi á næstu vikum. Kynnt verður þjónusta sem SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og félagasamtökum. Súpufundur verður haldinn í Safnaðarheimili Oddakirkju 9. apríl milli 12 og 13. Allir velkomnir.
readMoreNews