Mynd: Þrúður Helgadóttir
Mynd: Þrúður Helgadóttir

Auglýsing um Aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Rangárþings ytra skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2016-2028 og er endurskoðun á aðalskipulagi fyrir tímabilið 2010-2022.Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð.

Skipulagstillagan verður til sýnis í afgreiðslu sveitarfélagsins að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa í sama húsnæði. Á sama tíma verður tillagan aðgengileg hjá Skipulagsstofnun bæði í sýningarrými að Borgartúni 7b og á vefsíðunni www.skipulag.is. Þá eru öll gögn aðalskipulagsins aðgengileg rafrænt á heimasíðu sveitarfélagsins Rangárþings ytra, www.ry.is, undir glugganum „Skipulagsmál til kynningar“.

Athugasemdir við tillöguna. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til 7. nóvember 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum til skipulagsfulltrúa á skrifstofu hans að Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hellu b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið birgir@ry.is

Aðalskipulag 2016-2028 Sveitarfélagsuppdráttur byggð

Aðalskipulag 2016-2028 Forsendur og umhverfisskýrsla

Aðalskipulag 2016-2028 Sveitarfélagsuppdráttur afréttir

Aðalskipulag 2016-2028 Þéttbýlisuppdráttur Hella

Aðalskipulag 2016-2018 Greinargerð

Nýting vindorku í Rangárþingi ytra - Stefnumótum

Rangárþing ytra - Ferðamál

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?