Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.
Gaddstaðaeyja. Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem Gaddstaðaeyja yrði skilgreind sem Verslunar- og þjónustusvæði í stað Opins svæðis áður. Eyjan er innan þéttbýlis á Hellu. Í eyjunni verður heimilt að byggja hótel á fjórum hæðum auk kjallara og 30 gestahús. Gisting fyrir allt að 425 gesti, ásamt veitingaaðstöðu og baðlóni. Hótel og baðlón er áætlað á suðurhluta eyjunnar og gestahúsin nærri árbakka að norðanverðu.
Nálgast má skipulagsgögn hér.
Vinnslutillagan er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is og að auki í www.skipulagsgatt.is
Kynningu lýkur þriðjudaginn 23. september nk klukkan 15.00
Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra