Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar lýsing skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Tungnaáreyrar E70 og Ferjufit E122, efnistökusvæði. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 24. september.2025 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 með það í huga að stækka tvö efnistökusvæði sem eru á núverandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Efnistökusvæðin eru Tungnaáreyrar E70 á aðalskipulagi 50.000m³ upp í 100.000m³ og Ferjufit E122 á aðalskipulagi 10.000m³ upp í 100.000 m³. Aðkoma að svæðinu er frá Þjórsárdalsvegi.

Lýsingu skipulagsáforma má nálgast hér. 

 

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 23. október nk.

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Vaðfitjanáma. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.5.2025 tillögu að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem nýtt efnistökusvæði fyrir efnistöku allt að 80.000 m³ verði skilgreint í aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Vaðfitjum við Þjórsá. Aðkoma að svæðinu er frá Þjórsárdalsvegi.

Greinargerð skipulagsáætlunar má nálgast hér. 

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Hekluskarð, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 24.9.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hekluskarð þar sem verið er að breyta afmörkun deiliskipulagssvæðisins þar sem aðkoma að Hekluskarði 1 (L205145) er ekki lengur um afleggjara út frá þjóðveg nr. 26 (landvegur að Leirubakka) heldur hefur aðkoman verið færð á nýjan afleggjara út frá vegi að Stóru-Völlum. Afmörkunin breytist einnig að norð-vestan verðu svo hún nái yfir lóð B4 L209909, sem skipta á upp í 4 skika, Hekluskarð 2, 3, 4 og 5. Innan byggingarreita er heimilt að reisa íbúðarhús og gestahús. Þakform er frjálst.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Stekkhólar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 24.9.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Stekkhóla þar sem um er að ræða uppbyggingu á þremur byggingarreitum, þar sem heimit verði að byggja íbúðarhús, frístundahús, hesthús með reiðhöll og skemmu. Aðkoma að jörðinni er frá Árbæjarvegi og um vegi innan jarðar.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Mosar, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 24.9.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Mosa þar sem gert er ráð fyrir 15 frístundalóðum. Settir eru skilmálar um byggingar og yfirbragð á lóðunum. Mosar eru við Bjallaveg (nr. 272) og er aðkoma af honum að svæðinu. Skipulagssvæðið er 15,3 ha að stærð. Eldra mál nr. 991/2023 í Skipulagsgátt verður fellt út.

Greinargerð má nálgast hér. 

Uppdrátt má nálgast hér. 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

 

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. nóvember 2025.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra