Auglýsing um skipulagsmál

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Þjóðólfshagi 27 og 28, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.10.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Þjóðólfshaga dags. 2.4.2024 þar sem uppfærðir verða byggingarskilmálar beggja lóða í tengslum við breytingar á afmörkun þeirra. Breyting er gerð á innri afmörkun lóðanna og byggingarreitum innan þeirra. Aðkoma er af Suðurlandsvegi um veg innan svæðis.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

Laufafell, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.10.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Laufafell dags. 5.6.2014. Núverandi rafstrengur fer upp á fellið um kletta þar sem grjóthrun er talsvert og skemmdir á strengnum tíðar með tilheyrandi truflunum á fjarskiptaþjónustu og viðgerðakostnaði. Í breytingu felst að til stendur að afleggja eldri rafstreng og leggja nýjan rafstreng í jörðu frá smávirkjun að notkunarstað. Aðkoma að svæðinu er um Fjallabaksveg.

Skipulagsgögn má nálgast hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

 

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 17. desember 2025.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra