Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:
Leynir 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.10.2025 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Leyni 2. Með nýju deiliskipulagi er dregið verulega úr umfangi starfsemi. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags. Nýtt deiliskipulag nær yfir um 4 ha af landi Leynis 2. Leynir 2 er skráð 25 ha að stærð skv. fasteignaskrá HMS. Gert er ráð fyrir aðstöðu starfsmanna í þjónustuhúsi og gistingu í minni gestahúsum (kúluhúsum) fyrir allt að 50 gesti, skv. flokki II. Þá verður áfram heimilt að reka tjaldsvæði. Aðkoma að svæðinu er frá landvegi um heimreið að Stóra Klofa.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 19. desember 2025
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Har. Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra