Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Tunguvirkjun í landi Keldna. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2025 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 vegna fyrirhugaðrar virkjunar í landi Keldna þar sem landnotkun undir virkjunarsvæðið verði gert að iðnaðarsvæði. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi (264).
Lýsingu skipulagáforma má nálgast hér.
Þjóðólfshagi 1. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2025 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Breytingin nær til hluta úr jörðinni Þjóðólfshaga 1 þar sem áform eru uppi um rekstur gistiþjónustu í gistiskálum fyrir allt að 60 manns. Aðkoma að svæðinu er af þjóðvegi 1 um Sumarliðabæjarveg (281).
Lýsingu skipulagáforma má nálgast hér.
Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 1. desember nk.
Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér auglýstar tillögur að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.
Steinkusel. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8.10.2025 tillögu að breytingum á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir Steinkusel þar sem svæðið breytist úr frístundasvæði í íbúðasvæði. Aðkoma að svæðinu er frá Bjallavegi (282). Breyting á aðalskipulagi ásamt tillögu að deiliskipulagi eru hér auglýstar samhliða.
Skipulagsgögn má nálgast .
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Steinkusel, Rangárþingi ytra, deiliskipulag íbúðabyggðar
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 22.10.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir úr landi Steinkusels. Lóðirnar sem um ræðir eru Kúfholt I L165021, Kúfholt II L220223, Kötlusel lóð F3 L220224, Fjallasel lóð F4 L220225 og Kúfholt III L220226. Breytingarnar eru þannig að stærðir lóða breytast og lóðunum fjölgar í 8 landspildur (stærð lóða 0,5-1,0 ha.), heiti á lóðum breytast einnig (að hluta til). Byggingarreitir afmarkast 10m frá lóðamörkum. Heimilt verði að byggja íbúðarhús með bílskúr, gestahús, skemmu/geymslu og gróðurhús. Aðkoma að svæðinu er frá Bjallavegi (282)
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Hjartaland, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.11.2025 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hjartaland úr landi Köldukinnar þar sem verið er að breyta skilmálum og fjölga tegundum bygginga í tengslum við áform eigenda um starfsemi ferðaþjónustu og landbúnað. Aðkoman er af Árbæjarvegi (271).
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. desember 2025.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra