Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Efra-Sel 3C, deiliskipulag (Endurauglýsing)
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að auglýsa tillögu að diliskipulagi fyrir Austursel, spildu úr Efra-Seli,. Breyting á aðalskipulagi þar sem gerð var breyting á landnotkun hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild. Deiliskipulagið mun gera ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Tillaga var auglýst frá og með 4. janúar 2023 til og með 15. febrúar 2023. Aðkoma er af Bjallavegi (272) og umferðarréttur um aðkomuveg sem liggur um lóðina. Vegna tímamarka í skipulagsreglugerð þarf að fjalla um tillöguna að nýju.
Skipulagsgögnn má nálgast hér.
Hagi v/Selfjall 2, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 26.11.2025 að auglýsa tillögu að diliskipulagi fyrir Haga v/Selfjall 2. Breyting á aðalskipulagi þar sem gerð var breyting á landnotkun er í lokaferli. Deiliskipulagið mun gera ráð fyrir byggingu íbúðarhúss til fastrar búsetu ásamt uppbyggingu lítilla gistiskála til útleigu. Aðkoma er af Hagabraut (286) og umferðarréttur til annarra lóð liggur í gegnum lóðina.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 14. janúar 2026
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra