Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun
Lautir, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. janúar 2026 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Lautir. Lautir eru hluti af Álfaborgum en staðsett sunnan Húsagarðsvegar. Áform eru að skilgreina Lautir sem lögbýli. Á jörðinni er fyrirhugað að stunda grænmetisræktun og sjálfbæra vöruþróun. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsi og að hluti núverandi útihúsa verði nýttur sem vinnustofur fyrir myndlist og vöruhönnun. Útleiga og gisting verður tengd þeirri skapandi og sjálfbæru starfsemi sem fram fer á staðnum. Aðkoma að svæðinu er af Húsagarðsvegi.
Skipulagsgögn má nálgast hér.
Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. mars 2026
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra