Hestar.
Hestar.

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum.

Stekkjarkot, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur heimilað gerð deiliskipulags fyrir spilduna Stekkjarkot í Þykkvabæ í Rangárþing ytra. Deiliskipulagið tekur til byggingareita fyrir frístundahús og gestahús. Spildan er á skilgreindu frístundasvæði í aðalskipulagi. Tillagan hefur farið í grenndarkynningu til aðliggjandi lóðarhafa og bárust engar athugasemdir.

Tillöguna má nálgast hér.

Kaldakinn, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt tillögu að deiliskipulagi fyrir Köldukinn, L165092. Gert verði ráð fyrir 3 landspildum á stærðarbilinu 8-20 ha sem eru ætlaðar til landbúnaðar. Á hverri spildu verði möguleiki á byggingu íbúðarhúss, gestahúss og útihúss. Ennfremur verður gert ráð fyrir frekari uppbygginu á landi jarðarinnar í þágu nýtingu jarðarinnar til landbúnaðar, s.s. nýtt íbúðarhús og reiðskemma. Gildandi deiliskipulag á jörðinni fellur úr gildi með gildistöku þessa skipulags. Vegna formgalla í málsmeðferð er tillagan hér endurauglýst.

 Tillöguna má nálgast hér.

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. október 2018.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is 

Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?