Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra.

Auglýsing um skipulagsmálí Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Hlyngerði, áður Svínhagi RS-1, deiliskipulag

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir þremur lóðum undir frístundahús ásamt gestahúsi og geymslu. Lóðirnar verða allar um 0,75 ha að stærð. Fyrir er á landinu 22,2 m² aðstöðuhús.

Tillöguna má nálgast hér:

Galtarholt, Rangárþingi ytra, deiliskipulag bújarðar

Deiliskipulagið tekur til um 14 ha spildu úr jörðinni Galtarholti. Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi og mun það verða nýtt sem slíkt áfram. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, vélaskemmu og útihúsum ásamt reiðhöll að viðbættum möguleika á uppbyggingu gistiþjónustu. Jafnframt er gert ráð fyrir nýrri aðkomu að spildunni um land Eystra-Fróðholts.

Tillöguna má nálgast hér:

Stóru-Vellir, deiliskipulag nokkurra jarða

Deiliskipulagið er í tveimur hlutum og afmarkast af lóðarmörkum eignarlanda sem seld hafa verið út úr jörðinni Stóru-Völlum. Samtals er gert ráð fyrir 15 misstórum lóðum þar sem heimilt verður að byggja allt að 3 íbúðarhús á hverri lóð skv. skilmálum í aðalskipulagi. Á hverri lóð má jafnframt byggja útihús, reiðskemmu, gróðurhús og geymslu. Utan bygginagrreita verði heimilt að reisa hestagerði og hestaskjól.

Tillöguna má nálgast hér:

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. maí 2017.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?