Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Landmannalaugar, séð í Jökulgil.
Landmannalaugar, séð í Jökulgil.

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Villiskjól úr landi Árbæjarhellis II, deiliskipulag

Deiliskipulagið tekur yfir um 6800 m² spildu úr landi Árbæjarhellis II, sem skilgreint er sem landbúnaðarland í aðalskipulagi. Á svæðinu er gert ráð fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss og skemmu. Aðkoma er af Suðurlandsvegi (nr. 1), um Árbæjarveg (nr. 271) og gegnum nýja verslunar- og þjónustulóð, Skjól.

 Tillöguna má nálgast hér. 

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. maí 2018

-II-

Samkvæmt 3. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst niðurstaða sveitarstjórnar í eftirfarandi skipulagsáætlun.

Landmannalaugar, deiliskipulag

Deiliskipulagið fyrir Landmannalaugar hefur verið birt með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda dags. 1. mars 2018 og deiliskipulag fyrir Landmannalaugar því tekið lögformlegt gildi. Settir voru eftirfarandi fyrirvarar í greinargerð: Kafli 1: Fyrirvari er gerður við deiliskipulagið að uppbyggingar-áform geta breyst vegna upplýsinga sem fram koma í umhverfismati framkvæmdanna og framkvæmdir eru að hluta háðar því að undanþága fáist frá ákvæðum skipulagsreglugerðar um fjarlægðir mannvirkja frá ám og vötnum. Bætt var við í kafla 2.2.: Þegar gistingu verður hætt í skála FÍ þá verður ekki lengur heimilt að hafa göngutjöld við skálann en skálinn verður nýttur undir þjónustu svo sem safn eða gestastofa.

 Greinargerð má nálgast hér: 

Yfirlitskort má nálgast hér:

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?