Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkt sveitarstjórnar Rangárþings ytra eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Strútur, Strútsskáli, deiliskipulag.

Deiliskipulagið tekur til 0,8 ha svæðis við skála ferðafélagsins Útivistar við Strút á Mælifellssandi. Deiliskipulaginu er ætlað að stuðla að bættri þjónustu við ferða- og göngumenn á hálendinu um leið og bæta þá aðstöðu sem landvörður og þjónustuaðilar hafa í dag m.a. að reisa landvarðarskála og bæta geymsluaðstöðu ýmiss búnaðar sem tengist starfsemi á hálendinu (gas, sorp, vistir, öryggisbúnað o.s.frv.).

Tillöguna má nálgast hér.

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.isFrestur til að skila inn athugasemdum er til 27. febrúar 2019

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að eftirfarandi deiliskipulagi.

Svínhagi L164560, deiliskipulag ferðaþjónustu, Rangárþingi ytra

Landeigandi hefur fengið heimild til að leggja fram deiliskipulag af hluta úr svæði sínu til ferðaþjónustu skv. lýsingu að skipulagsáætlun frá Landformum dags. 3.1.2019. Breyting á landnotkun hefur verið samþykkt og er í samræmi við nýtt aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem hefur verið auglýst og er í afgreiðsluferli.

Lýsinguna má nálgast hér. 

Lýsingin er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is Skila má ábendingum við efni lýsingar til skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Kynningu lýsingar lýkur miðvikudaginn 30. janúar nk, klukkan 15.00

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is 

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?