Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkt sveitarstjórnar Rangárþings ytra er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

Helluvað 2, deiliskipulag.

Deiliskipulagið nær til um 8 ha landspildu í landi Helluvaðs 2 í Rangárþingi ytra (landnr. 164511) sem í heild er um 23 ha samkvæmt Fasteignaskrá. Deiliskipulagið tekur til byggingar íbúðarhúss, gestahúss og skemmu. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi (1) um Þrúðvang í gegn um Hellu og áfram um nýjan aðkomuveg í landi Ness og að skipulagssvæðinu. Kvöð er á Nesi um aðkomu að Helluvaði 2.

 Tillöguna má nálgast hér.

Tillagan liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.isTillagan er í samræmi við nýtt aðalskipulag Rangárþings ytra 2016-2028 sem er í lokaferli. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. ágúst 2019

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is 

Haraldur Birgir Haraldsson

skipulagsfulltrúi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?