Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum


1303015 – Lunansholt 2, Landsveit

Deiliskipulagið tekur til 85,8 ha lands og verða tvö svæði skilgreind sem frístundasvæði. Frístundasvæði verður 12,8 ha að stærð, samanlagt, með 11 frístundalóðum. Restin verður áfram í landbúnaðarnotum


1303028 – Stóra-Bót, Rangárvöllum - PDF

Skipulagssvæðið er um 30 ha. Á frístundasvæðinu eru 2 frístundahús, 2 vélaskemmur, flugbraut og flugskýli. Gert er ráð fyrir aðkomu um núverandi aðkomuveg sem liggur af Rangárvallavegi nr. 264. Gert er ráð fyrir að vinna deiliskipulag fyrir allt frístundasvæðið sem taki til 5 frístundalóða, en á svæðinu hafa þegar verið byggð 2 frístundahús og skemma.


0301027 – Hungurfit, Rangárvallaafrétti

Með gerð deiliskipulags fyrir svæðið er verið að sinna þörf ferðafólks á svæðinu fyrir aðstöðu og gistingu. Í deiliskipulaginu verður gert ráð fyrir rýmilegri uppbyggingu til næstu ára.

Gert er ráð fyrir að byggja 2 gistiskála sem geta hvor um sig verið allt að 75 m2. Einnig er gert ráð fyrir salernishúsi, tjaldsvæði og hestagerði. Gert er ráð fyrir að öll hús verði samræmd í útliti og falli sem best að landinu.


Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2010-2022.

 

1302038 – Jarlsstaðir, Stóru-Völlum

Um er að ræða breytingar á landnotkun, s.s. iðnaðarsvæði vegna malarnáms og steypustöðvar ásamt efnistöku úr Rangá. Einnig verður skilgreint um 50 ha svæði undir frístundabyggð. Svæðið mun nýta sömu vegtengingar og veitur og Jarlstaðir en gerð verður frekari grein fyrir skipulagi svæðisins í deiliskipulagi.


Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum eða ábendingum er til 29. maí, 2013 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?