Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Uxahryggur 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.1.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Uxahrygg 2, L211028. Gert er ráð fyrir tveim byggingarreitum á lóðinni; nyrðri og syðri, sem eru aðskildir með vegslóða, sem fyrir er á skipulagssvæðinu. Innan nyrðri byggingarreitar er gert ráð fyrir skemmu en einbýlishúsi og gróðurhúsi innan syðri byggingarreitar. Aðkoma að lóðinni er frá vegi að Galtarholti sem tengist Landeyjavegi (252).

Tillöguna má nálgast hér. 

Heklusel, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 13.1.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 15.5.2009 fyrir Heklusel úr landi Efra-Sels. Breytingin felur í sér að landið sem skipulagið tekur til stækkar til suðurs og byggingarreitur stækkar samhliða. Aðrir skilmálar verða óbreyttir. Aðkoman er af veginum að lóðum Efra-Sels frá Bjallavegi (272).

Yfirlit má nálgast hér

Tillöguna má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. mars 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?