Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Rimakotslína 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa lýsingu skipulagsáforma vegna breytinga á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 og samhliða lýsingu vegna gerðar deiliskipulags, í tengslum við breytinguna, fyrir lóð tengivirkis Landsnets á Hellu. Verkefni Landsnets nefnist Rimakotslína 2 (RI2) og snýr að lagningu nýs 132 kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki á Hvolsvelli og þaðan að tengivirki Rimakots í Rangárþingi eystra, alls um 36 km. Þaðan verður lagður strengur áfram til Vestamannaeyja.

Hér má nálgast lýsingu skipulagáforma. 

Lýsingin liggur frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 30. mars nk.

___________________________________________________________________________________________________________

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Svínhagi L8A, Rangárþingi ytra, deiliskipulag.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Svínhaga L8A, L222403. Gert er ráð fyrir að 3 byggingareitir verði skilgreindir þar sem heimilt verður að byggja íbúðarhús, tvö frístunda- eða gestahús og vélaskemmu. Aðkoma að svæðinu er frá Þingskálavegi, nr. 268.

Greinargerð má nálgast hér.

Uppdrátt má nálgast hér. 

Akstursíþróttasvæði á Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 10.3.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir aksturs- og afþreyingarsvæði rétt austan við þéttbýlið á Hellu. Gerð hefur verið breyting á landnotkun svæðisins í aðalskipulagi þar sem svæðið er nú skilgreint sem akstursíþróttasvæði ÍÞ6 í stað skógræktar- og landgræðslusvæðis áður. Tillaga deiliskipulagsins gerir ráð fyrir uppbyggingu svæðis til akstursíþrótta s.s. mótocross, litboltavallar og reiðhjólabrautar. Hljóð- og rykmengun verður mætt með skógarbeltum og skjólgróðri. Samhliða verða skilgreind svæði til útivistar, svo sem hjólreiða-og göngustígar. Aðkoma að svæðinu verður frá Rangárvallarvegi.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. apríl 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?