Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Rimakotslína 2. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýst yrði tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 þar sem lagnaleið Rimakotslínu ásamt legi hjólreiðastígs yrði færð inná aðalskipulag. Verkefni Landsnets nefnist Rimakotslína 2 (RI2) og snýr að lagningu nýs 132 kV jarðstrengs sem mun liggja frá tengivirkinu á Hellu að tengivirki á Hvolsvelli og þaðan að tengivirki Rimakots í Rangárþingi eystra, alls um 36 km. Þaðan verður lagður strengur áfram til Vestamannaeyja. Lýsing hefur verið kynnt og bárust engar athugasemdir.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Ægissíða 1, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tvær lóðir úr landi Ægissíðu 1. Gert verði ráð fyrir tveimur lóðum með heimild til byggingar á íbúðarhús, skemmu/hesthúsi og gestahúsi á hvorri lóð. Aðkoma að svæðinu er frá Þjóðvegi 1 um Bugaveg (273).

Skipulagsgögn má nálgast hér

Króktún, Nátthaga, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Króktún, Nátthaga. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og bílskúrs, alls 220 m². Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).

Skipulagsgögn má nálgast hér

Maríuvellir, Klettur, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 18.7.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Klett úr landi Maríuvalla. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að heimilt verði að byggja íbúðarhús, bílskúr, skemmu og gestahús. Aðkoma að svæðinu er frá Rangárvallavegi um Gilsbakkaveg framhjá Klettamörkum.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?