Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra
Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi
Skólasvæðið á Hellu. Deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að kynnt yrði lýsing skipulagsáforma að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Hellu þar sem gert verði ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja tengdu skólastarfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt tengdu svæði til útivistar og íþrótta.
Hér má sjá lýsingu skipulagsáforma
Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum
Rangá veiðihús lóð, Rangárþingi ytra, deiliskipulag
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Rangá veiðihús L198604 þar sem gert verði ráð fyrir byggingu alls fjögurra húsa en fyrir eru tvö hús. Aðkoma að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi um sameiginlega innkeyrslu að hóteli næstu lóðar.
Beindalsholt, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Beindalsholt. Breyting felur í sér byggingarreit fyrir einbýlishús á sér lóð. Þinglýst aðkoma að Beindalsholti 2 ásamt aðkomu að nýju einbýli og að eldra einbýlishúsi á Beindalsholti verði færð og þannig aðskilin aðkomu að ferðaþjónustu sem er nú þegar starfrækt á Beindalsholti. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).
Lýsingin og tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. nóvember 2022
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is
Haraldur Birgir Haraldsson
Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra