Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Svínhagi Ás 10, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.10.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Svínhagi Ás 10 þar sem gert verði ráð fyrir alls 11 landbúnaðarlóðum þar sem heimilt verði að byggja íbúðarhús, gestahús, skemmur og útihús. Aðkoma að svæðinu er um Þingskálaveg (nr. 268) og afleggjara sem liggur frá honum og að húsum við Svínhagalæk.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Lækur 2 í Holtum, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.10.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Læk 2 í Holtum. Tillagan tekur til breytinga á úthúsum til reksturs eggjaframleiðslu. Skilgreindur er byggingarreitur undir varphús og önnur mannvirki tengd eggjaframleiðslu, ásamt byggingarreit fyrir íbúðarhús. Aðkoma að svæðinu er með Lækjavegi frá Hagabraut.

Hér er greinargerð tillögunnar

Hér er uppdráttur tillögunnar

 

Skólasvæðið á Hellu, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 12.10.2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæðið á Hellu. Tillagan gerir verði ráð fyrir uppbyggingu mannvirkja tengdu skólastarfi grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla ásamt tengdu svæði til útivistar og íþrótta. Aðkoma að svæðinu er að meginhluta frá Þingskálum að sunnan og Útskálum að norðanverðu.

Hér er uppdráttur tillögunnar

Hér er skýringaruppdráttur

 

Uxahryggur 1, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14.9.2022 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 20.12.2012 fyrir Uxahrygg 1. Bre4ytingin gerir ráð fyrir að skipulagssvæði er stækkað í 10 ha. Bætt verði við byggingareitum og nýrri aðkomu á jörðina Uxahrygg þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhús, einum reit á Uxahrygg 1 lóð og einum reit á Uxahrygg lóð 2. Aðkoma að svæðinu er um Landeyjaveg (252) og nýjan afleggjara að lóðinni.

Hér eru gögn tillögunnar

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 30. nóvember 2022

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?