Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlun

 

Nes land frístundalóðir, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 11.1.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðir úr Nes land L164744 þar sem gert verði ráð fyrir byggingu sumarhúsa ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Aðkoma að svæðinu er frá norðurenda Þrúðvangs á hellu með vegslóða meðfram Ytri-Rangá. Tryggt verði aðgengi sveitarfélagsins meðfram ánni að landi sveitarfélagsins og að vatnsbóli ofan efstu lóðar.

Hér má nálgast skipulagsgögn

 

Öll skipulagsgögn liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 1. mars 2023

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?