Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028.

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum og Skógræktar- og landgræðslusvæðum í iðnaðarsvæði vegna áforma Landsvirkjunar um uppsetningu vindlundar við Búrfell. Búrfellslundur hefur nú verið endurhannaður í samræmi við athugasemdir og ábendingar sem bárust í umhverfismatinu frá árinu 2016 og í ferli 3. áfanga rammaáætlunar. Afmarkað hefur verið minna svæði en umhverfismatið gerði ráð fyrir og er nú gert ráð fyrir allt að 120 MW vindorkugarði þar sem hámarkshæð spaða getur orðið allt að 150 m í hæstu stöðu. Svæðið er innan þess svæðis sem rannsakað var í mati á umhverfisáhrifum. Sameiginleg skipulags- og matslýsing fyrir deiliskipulag framkvæmdarinnar ásamt breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 hefur verið kynnt og tekur vinnslutillagan mið af þeim ábendingum sem þar bárust eftir því sem tilefni gefur til.

Greinargerð vinnslutillögu má nálgast hér

Umhverfisskýrslu má nálgast hér

Vinnslutillagan er til kynningar á opnunartíma hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Kynningu lýkur miðvikudaginn 19. apríl nk klukkan 15.00

Vilji hagsmunaaðilar senda inn ábendingar á þessu stigi er það heimilt en formlegur frestur til athugasemda verður þó gefinn þegar tillagan hefur verið samþykkt til auglýsingar síðar.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?