Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Völlur L228111, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Völl, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir tveimur byggingareitum til byggingar á annars vegar íbúðarhúsi, gestahúsi, gróðurhúsi, geymslu og hins vegar hesthúsi og geymslu/skemmu. Aðkoma að svæðinu er frá Árbæjarvegi.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Leynir L217813, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Völl, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir byggingu íbúðarhúss og fjögurra frístundahúsa. 4 lóðum hefur þegar verið skipt úr lóðinni. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26).

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Hvammur 3 L164984, Rangárþingi ytra, Vinnubúðir, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hvamm 3, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir uppsetningu vinnubúða í tengslum við framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Um er að ræða um 4 ha land vestan Hvammsvegar þar sem nú er beitarland. Aðkoma að svæðinu er frá Landvegi (26) um Hvammsveg að umræddu svæði.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Rangá veiðihús og gisting, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið við veiðihús veiðifélags Ytri-Rangár, Rangárþingi ytra. Eigendur lóða L165412, L198604 og L223017 hafa lagt fram sameiginlega tillögu að deiliskipulagi af verslunar- og þjónustusvæði sínu við Rangá. Skilgreindar eru byggingarheimildir á núverandi lóðum ásamt því að lóðin L223017, sem hýsir Rangá Lodge, færist til og stækkar í átt að þjóðvegi. Jafnframt eru bílastæði skilgreind og aðkoma að lóðum fastsett. Tillagan var auglýst frá og með 15.12.2021 til og með 26.1.2022 en þar sem breytingar voru gerðar milli aðila sem áhrif hafa á efnisinnihald tillögunnar þarf að auglýsa tillöguna að nýju. Aðkoma að svæðinu er frá Þykkvabæjarvegi.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

 

Suðurlandsvegur gegnum Hellu, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Suðurlandsveg gegnum Hellu, Rangárþingi ytra. Gert verði ráð fyrir skilgreiningum á tengingum við og tengt Suðurlandsvegi. Svæðið sem um ræðir nær frá tengingum göngu- og hjólreiðastígar vestan við Rangá og að vegamótum Rangárvallavegar í austri. Skilgreindar verði tengingar og staðsetning stíga og lagna.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

 

Ægissíða 4 L, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum þann 10. maí 2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæðið að Ægissíðu 4, Rangárþingi ytra. Fyrirhuguð er áframhaldandi uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu, annarsvegar með áframhaldandi uppbyggingu á afþreyingarferðaþjónustu og þá aðallega í tengslum við hellaskoðunarferðir. Hins vegar uppbygging gistiþjónustu með því að fjölga sumarhúsum á svæðinu. Markmiðið er að setja fram skýra umgjörð utan um uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu í samráði við Minjastofnun Íslands. Aðkoma að svæðinu er frá Suðurlandsvegi.

Greinargerð má nálgast hér

Uppdrátt má nálgast hér

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. júlí 2023

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?