Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028

Mosar. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að gerðar verða nauðsynlegar breytingar á landnotkun Mosa L227577 þar sem núverandi landbúnaðarland verði gert að frístundabyggð. Gert verði ráð fyrir allt að 16 lóðum undir frístundahús og tengdar byggingar.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Kafli 2.3.8 - Stakar framkvæmdir. Breyting á aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að gerðar verða nauðsynlegar breytingar á skilmálum varðandi stakar framkvæmdir. Bætt verði við neðangreindum texta í kafla 2.3.8 í greinargerð aðalskipulagsins: Tímabundnar framkvæmdir, eftirlits- og rannsóknarstarfsemi s.s. tilraunaborholur, rannsóknamöstur (allt að 80 m), skoðun jarðefna, tímabundnar vinnubúðir, aðstaða verktaka vegna framkvæmda o.fl.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 7. september nk.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Þjóðólfshagi, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggðina í Þjóðólfshaga. Í gildi er deiliskipulag frístundabyggðar, Þjóðólfshagi, frístundabyggð, staðfest 23.09.2013, þar sem gert er ráð fyrir um 33 frístundalóðum. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi hefur þegar verið auglýst, þar sem svæðið verður gert að íbúðabyggð. Á hverri lóð er heimilt að byggja íbúðarhús, bílskúr, útihús/skemmu og/eða gróðurhús. Eldra deiliskipulag verður fellt úr gildi þegar nýtt deiliskipulag verður staðfest. Aðkoma að svæðinu er af Suðurlandsvegi um Þjóðólfshagaveg (2828).

Uppdrátt skipulagsins má nálgast hér

Greinargerð skipulagsins má nálgast hér

 

Árbæjarhellir 2, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggðina í Árbæjarhelli 2. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi hefur þegar verið auglýst, þar sem svæðið verður gert að íbúðabyggð. Gert er ráð fyrir alls 8 lóðum þar sem heimilt er að byggja allt að 250 m² á 5000 m² lóð, 325 m² á 6500 m² lóð og 450 m² á 9000 m² lóð. Gert er ráð fyrir að samnýta núverandi aðkomuveg, sem fær nafnið Skjólvegur, að Villiskjóli upp af Árbæjarvegi (271) og bæta við nýjum aðkomuvegi að lóðum.

Skipulagsgögn má nálgast hér

 

Hvammur 3, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 16.8.2023 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir vinnubúðir Landsvirkjunar að Hvammi 3. Breyting á texta um stakar framkvæmdir í greinargerð í aðalskipulagi er auglýst samhliða. Vinnubúðirnar munu koma til með að standa á framkvæmdatíma Hvammsvirkjunar. Aðkoman að svæðinu er frá Landvegi 26, um Hvammsveg.

Skipulagsgögn má nálgast hér

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. október 2023.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?