Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra (sett inn 14.2.2024)

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Langalda, enduropnun efnistökusvæðis. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir efnistökusvæði við Langöldu. Með breytingunni er gert ráð fyrir enduropnun efnistökusvæðis í Langöldu sem m.a. verður nýtt fyrir framkvæmdir við gerð vindlundar ofan Búrfells. Gert er ráð fyrir allt að 250.000 m3 efnistöku fram til ársins 2030.

Nálgast má skipulagsgögn hér. 

 

Reyðarvatn 5 K5. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 á lóðinni Reyðarvatni 5 K5 og tengdum lóðum þar sem núverandi frístundasvæði verði fært aftur til landbúnaðarnota.

Nálgast má skipulagsgögn hér. 

 

Lúnansholt III og IV. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir lóðirnar Lúnansholt III og Lúnansholt IV þar sem núverandi frístundasvæði verði fært til íbúðarbyggðar.

Nálgast má skipulagsgögn hér. 

 

Samkvæmt 2. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt vinnslutillaga að breytingu á landnotkun:

Háteigur. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi.

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lóðina Háteigur í Þykkvabæ. Breyting á landnotkun verður úr núverandi landbúnaðarnotum í Verslunar- og þjónustusvæði þar sem gert verði ráð fyrir gistingu fyrir allt að 25 gesti.

Nálgast má skipulagsgögn hér. 

 

Lýsingarnar og vinnslutillagan liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 29. febrúar nk.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Faxaflatir, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 26.4.2018 fyrir Faxaflatir, Verslunar- og þjónustusvæði sunnan Suðurlandsvegar. Breytingarnar sem um ræðir eiga að mestu við lóðina Faxaflatir 4, þar sem afmörkun lóðar verður lagfærð og byggingareitur færður og stækkaður, bætt verði við verslunarhúsi, og skilgreindar verði betur byggingarheimildir innan lóðarinnar. Að öðru leyti verði lóðamörk og byggingareitir uppfærðir á svæðinu í samræmi við áður gerðar breytingar á mörkum svæðisins. Að auki verður númering lóða uppfærð til samræmis við gildandi reglugerð um staðföng.

Nálgast má skipulagsgögn hér. 

 

Múlaland, Rangárþingi ytra, deiliskipulag

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 14. febrúar 2024 að auglýsa að nýju tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Múlaland. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingu sumarhúss á landinu ásamt geymslum og mögulegu gestahúsi. Aðkoma er af Landvegi (nr. 26) framhjá Brúarlundi að frístundahverfinu.

Nálgast má skipulagsgögn hér. 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. mars 2024.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?