Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis  í Rangárþingi ytra

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi er hér auglýst ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldrar framkvæmdar

Rimakotslína 2, lagning 132 kW jarðstrengs milli Hellu og Rimakots

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 5. apríl 2023 að gefið yrði út framkvæmda-leyfi til Landsnets ehf vegna framkvæmdar við lagningu 132 kW jarðstrengs milli tengivirkis á Hellu í Rangárþingi ytra að tengivirki við Rimakot í Rangáþingi eystra. Skipulagsfulltrúi hefur gefið út framkvæmdaleyfið dags. 10. október 2023.

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 10. nóvember 2023.

Öll gögn framkvæmdaleyfisins liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Fylgigögn má nálgast hér.

Útgefið framkvæmdaleyfi má nálgast hér.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?