Bókun byggðarráðs vegna lausagöngu búfjár

Í kjölfar beiðni ábúenda í Þjóðólfshaga, Sumarliðabæ og Hestheimum vegna lausagöngu búfjár hefur byggðarráð lagt fram eftirfarandi bókun:

Byggðarráð hvetur búfjáreigendur til að taka ábyrgð á sínum búpeningi og hafa girðingamál í lagi. Byggðarráð hefur einnig miklar áhyggjur á lausagöngu búfjár við þjóðvegi í sívaxandi umferð.

Í beiðninni er þess óskað að sveitarfélagið sendi inn beiðni til lögreglu og sýslumanns um smölun á lausagöngufé sem hefur herjað á jarðirar um árabil, þar á meðal á tún, nýplöntuð tré og rúllubagga og valdið umtalsverðu tjóni.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna réttarstöðu sveitarfélagsins í samráði við sveitarstjóra Ásahrepps í ljósi þess að erindið kemur frá ábúendum beggja sveitarfélaganna.

Fundargerð byggðarráðs má finna í heild sinni hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?