Mynd: Rangárþing ytra
Mynd: Rangárþing ytra
Frábær sýning og kennsla hjá @BMX Brós við opnun brettagarðs á Hellu í dag sem jafnframt var fyrsti viðburður Töðugjalda 2022!
 
Það var mikil eftirvænting í augum viðstaddra þegar BMX Brós mættu á svæðið. Sýning þeirra stóð algjörlega undir væntingum og sýndi hvað hægt er að gera með gríðarlegri æfingu. Í framhaldi var boðið uppá námskeið þar sem mótuð var braut á svæðinu og sá maður kjark hjólarana aukast með hverjum hringnum sem var farið. Látum myndirnar tala sýnu máli.
 
TAKK BMX BRÓS og allir sem mættu fyrir frábæran dag!
 

Myndir

 Nánari upplýsingar um viðburði Töðugjalda 2022 má nálgast hér. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?