Fjölmenningarstefna samþykkt

Fjölmenningarstefna Rangárþings ytra var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 12. nóvember en unnið hefur verið að henni undanfarin misseri. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun sem unnið verður eftir í framhaldinu.

Fjölmenningarstefnan er leiðarljós starfsfólks Rangárþings ytra í málaflokknum og kveður m.a. á um að allir íbúar sveitarfélagsins skuli njóta fjölbreytts mannlífs og menningar þar sem samkennd, jafnrétti, víðsýni og gagnkvæm virðing einkenni samskipti fólks. 

Stefnunni er ætlað að forða mismunun og efla inngildingu og samkvæmt henni skal starfsfólk Rangárþings ytra ávallt leitast við að bjóða öllum íbúum sveitarfélagsins sömu þjónustu óháð þjóðerni þeirra og uppruna. Stofnanir sveitarfélagsins eiga að gera ráð fyrir ólíkum forsendum einstaklinga og koma til móts við sérstakar þarfir þeirra þannig að þeir geti í hvívetna verið virkir þátttakendur. Óheimilt er að mismuna fólki vegna aldurs, kyns, kynvitundar, kynhneigðar, uppruna, ætternis, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, fötlunar, heilsufars, eða þjóðernis.

Sveitarfélagið hefur markvisst lagt aukna áherslu á fjölmenningarmál í takt við breytta samfélagsgerð og fjölmenningarráð tók til starfa hjá sveitarfélaginu fyrr á þessu ári.

Stefnuna má skoða í heild sinni hér fyrir neðan eða með því að smella hér.