Loftmynd af skólasvæðinu á Laugalandi - umrætt svæði er innan rauða hringsins.
Loftmynd af skólasvæðinu á Laugalandi - umrætt svæði er innan rauða hringsins.

Leikskólinn á Laugalandi verður 30 ára í maí 2026 og af því tilefni verður verkefninu „Fræ framtíðarinnar“ ýtt úr vör. Stjórnendur skólans hafa óskað eftir því að sveitarfélagið úthluti leikskólanum landsvæðinu sem áður tilheyrði Mýrarkoti, gamla leikskólanum, undir verkefnið. Meðal þess sem verkefnið mun fela í sér er ræktun matjurta og trjágróðurs sem og fjölbreytta útikennslu.

Verkefnið miðar meðal annars að því að efla skilning leikskólabarna á náttúrunni, sjálfbærni og mikilvægi þess að annast um umhverfi sitt. Leikskólinn hefur þegar fest kaup á gróðurhúsi undir matjurtarækjun en það var keypt fyrir gjafafé frá Kvenfélaginu Einingu og foreldrafélagi Laugalandsskóla.

Allt er þetta hluti af vinnu leikskólans við að verða heilsueflandi leikskóli í samræmi vð stefnu sveitarfélagsins um að vera heilsueflandi samfélag.

Stjórn Húsakynna bs. fjallaði um erindi leikskólans á síðasta fundi sínum og samþykkti það samhljóða.

Gaman verður að fylgjast með þessu verkefni og nánar verður fjallað um það í tengslum við stórafmæli leikskólans á næsta ári.