Framkvæmdafréttir - Útskálar og Þingskálar lokaðir

Líkt og fram hefur komið standa Veitur í framkvæmdum vegna endurnýjunar hitaveitulagna á Hellu.

  • Þingskálar hafa verið lokaðir við Þrúðvang og verða það áfram, a.m.k. til 14. júní 2024.
    • Hjáleið er um Dynskála
    • Reiknað er með að hægt verði að loka skurðum við Olís og opna fyrir Þingskála eftir um 10 daga
  • Útskálum verður einnig lokað við Þrúðvang frá og með 10. júní
    • Hjáleið verður um Laufskála inn á planið við skólann og sundlaugina
    • Allar leiðir verða vel merktar

Við biðjum íbúa að sýna varúð í kringum framkvæmdasvæðið og brýna fyrir börnum að passa sig á skurðum og virða lokanir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?