Mynd af vellinum tekin 24. október 2025. Útsýni úr brekkunni austan megin vallarins. Í forgrunni vin…
Mynd af vellinum tekin 24. október 2025. Útsýni úr brekkunni austan megin vallarins. Í forgrunni vinstra megin má sjá ljósastaura sem munu lýsa völlinn upp til bráðabirgða.

Undanfarnar vikur hefur gervigrasvöllurinn á Hellu hægt og rólega verið að taka á sig mynd og nú er farið að styttast verulega í að hann verði nothæfur.

Veðurskilyrði og afhending aðfanga hafa hægt aðeins á ferlinu en allt mjakast í rétta átt og líkur eru á að hægt verði að vígja hann í mjög náinni framtíð.

Verið er að setja upp bráðabirgðalýsingu sem mun þjóna vellinum fyrst um sinn, þar til endanleg ljósamöstur verða sett upp en eins og áður hefur verið fjallað um er lýsing vallarins enn í kynningu eins og lesa má um hér.

Fyrsta skóflustungan að vellinum var tekin í júlí 2024 og hefur verkið gengið vel og að mestu samkvæmt áætlun þótt verklok hafi tafist nokkuð miðað við bjartsýnustu áætlanir.

Hér eru nokkrar myndir frá mismunandi framkvæmdastigum vallarins: