Ljósamöstur á gervigrasvelli - frestur til athugasemda er til 28. október

Líkt og fram kom í frétt á ry.is 26. maí sl. hefur skipulags- og umferðarnefnd samþykkt að veita heimild til breytingar á gildandi deiliskipulagi hvað varðar lýsingu á nýja gervigrasvellinum á Hellu.

Breytingin felur í sér að í stað sex 9,5 metra hárra ljósmastra komi fjögur 21 metra há ljósmöstur. Með því að hækka möstrin verður lýsingin nákvæmari og varnar glýju í nágrenninu.

Málið liggur nú fyrir í skipulagsgátt en þar er hægt að senda inn athugasemdir til 28. október 2025.

Smellið hér til að opna skipulagsgátt þar sem hægt er að skoða nánari gögn og senda inn athugasemdir.