Hugmyndir um smáhúsahverfi á Hellu

Á síðasta fundi skipulags- og bygginganefndar voru kynntar hugmyndir vegna fyrsta smáhúsahverfi landsins. Það er Björn Johannsson sem gengur með þessa hugmynd og verðum við að segja að hún er mjög áhugaverð.

Í gær var svo málið rætt í sveitarstjórn og þar var bókað:
"Sveitarstjórn telur að hér sé um afar áhugaverða hugmynd að ræða og fagnar áhuga hugmyndasmiða á því að koma upp slíku hverfi í Rangárþingi ytra. Skipulags- og byggingafulltrúa ásamt sveitarstjóra er falið að gera tillögu um mögulega staðsetningu fyrir slíkt smáíbúðahverfi og vinna hugmyndina áfram í samstarfi við höfunda."

Kynningu á hugmyndinni má nálgast með því að smella hér!

Það verður gaman að fylgjast með næstu skrefum þessa verkefnis, ennþá er ekki búið að finna endanlega staðsetningu og margir þættir óskoðaðir. Verkefnið er enga að síður virkilega spennandi og kæmi til með að leysa húsnæðisvandamál þar sem gert er ráð fyrir að skipulag hverfisins krefjist fastrar búsetu, þetta er því ekki hugsað til útleigu fyrir ferðamenn.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?